Sport

Button ósáttur við BAR-Honda

Jenson Button var engan veginn sáttur við lið sitt, BAR-Honda, eftir slakt gengi í Malasíu-kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór um helgina. Báðir bílar liðsins luku keppni eftir aðeins þrjá hringi í kappakstrinum. "Ef við berum okkur saman við árangur síðasta árs þá höfum við tekið stórt skref til baka," sagði Button sem var í þriðja sæti ökumanna árið 2004. "Þetta verður að breytast og ég veit að það mun ekki gerast eins og hendi sé veifað." Geoff Willis, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá BAR-Honda, var einnig ósáttur við árangur liðsins í Malasíu. "Þetta voru mjög mikil vonbrigði," sagði Willis. "Sérstaklega í ljósi þess að Jenson byrjaði keppnina mjög vel og okkur fannst bílinn virka vel til að byrja með."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×