Chicago 2 - Washington 0 28. apríl 2005 00:01 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák). NBA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sjá meira
Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák).
NBA Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sjá meira