Friðargæsluliðarnir fá ekki bætur 28. apríl 2005 00:01 Íslensku friðargæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kjúklingstræti í Kabúl í Afganistan í fyrra, fá ekki bætur frá Tryggingastofnun. Ástæðan er sú að þeir voru ekki í vinnunni þegar ráðist var á þá. Einn friðargæsluliðanna segist hafa talið sig vera í vinnunni alla dvölina. Arnór Sigurjónsson, yfirmaður friðagæslunnar, segir svar Tryggingastofnunar fyrst og fremst vera lögfræðilegt álit Tryggingastofnunar og að endanleg niðurstaða eigi eftir að fást. Hann segir ágreiningsatriði hvort mennirnir hafi verið við vinnu. Sverrir Haukur Grönli, einn friðargæsluliðanna, er ekki ánægður með svar Tryggingastofnunar. Hann segir boltann nú vera í höndum þeirra sjálfra; þeir þurfi að koma því betur til skila við yfirmenn friðargæslunnar að þeir hafi verið við störf þegar árásin var gerð því greinilega hafi verið gefið út af þeirra yfirmönnum að þeir hafi ekki verið í vinnunni, daginn örlagaríka. Sverrir Haukur segist hafa haldið að hann væri í vinnunni frá því hann flaug frá Íslandi og þar til hann lenti aftur á landinu. Sverrir Haukur segir málið vera í ákveðnum farvegi og ekki liggi endalega fyrir hvernig því muni ljúka. En aðspurður segir hann alveg klárt að þeir hafi farið til að fylgja sínum yfirmanni. Hann hafi verið á vakt þegar hann var beðinn um að fara í verkefnið og hann hafi ekki verið í „túristaleik“ niðri í miðbæ Kabúl. Íslenska friðargæslan hefur auglýst eftir slökkviliðs- og lögreglumönnum til að fara á vegum gæslunnar til að sinna störfum í vestur og norður Afganistan. Til stendur að mennirnir fari til Noregs í þjálfun í ágúst og að hver verði í fjóra mánuði en um fjörutíu menn munu fara í heildina. Óskar Bjartmarz, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við fréttastofuna fyrir skemmstu að félagið hefði í hyggju að fara yfir samningsmál sinna manna, ef og þá áður en þeir færu til Afganistan, og taldi hann tryggingamál vera eitt af því sem fara þyrfti yfir. Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Íslensku friðargæsluliðarnir, sem særðust í sprengjuárás í Kjúklingstræti í Kabúl í Afganistan í fyrra, fá ekki bætur frá Tryggingastofnun. Ástæðan er sú að þeir voru ekki í vinnunni þegar ráðist var á þá. Einn friðargæsluliðanna segist hafa talið sig vera í vinnunni alla dvölina. Arnór Sigurjónsson, yfirmaður friðagæslunnar, segir svar Tryggingastofnunar fyrst og fremst vera lögfræðilegt álit Tryggingastofnunar og að endanleg niðurstaða eigi eftir að fást. Hann segir ágreiningsatriði hvort mennirnir hafi verið við vinnu. Sverrir Haukur Grönli, einn friðargæsluliðanna, er ekki ánægður með svar Tryggingastofnunar. Hann segir boltann nú vera í höndum þeirra sjálfra; þeir þurfi að koma því betur til skila við yfirmenn friðargæslunnar að þeir hafi verið við störf þegar árásin var gerð því greinilega hafi verið gefið út af þeirra yfirmönnum að þeir hafi ekki verið í vinnunni, daginn örlagaríka. Sverrir Haukur segist hafa haldið að hann væri í vinnunni frá því hann flaug frá Íslandi og þar til hann lenti aftur á landinu. Sverrir Haukur segir málið vera í ákveðnum farvegi og ekki liggi endalega fyrir hvernig því muni ljúka. En aðspurður segir hann alveg klárt að þeir hafi farið til að fylgja sínum yfirmanni. Hann hafi verið á vakt þegar hann var beðinn um að fara í verkefnið og hann hafi ekki verið í „túristaleik“ niðri í miðbæ Kabúl. Íslenska friðargæslan hefur auglýst eftir slökkviliðs- og lögreglumönnum til að fara á vegum gæslunnar til að sinna störfum í vestur og norður Afganistan. Til stendur að mennirnir fari til Noregs í þjálfun í ágúst og að hver verði í fjóra mánuði en um fjörutíu menn munu fara í heildina. Óskar Bjartmarz, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við fréttastofuna fyrir skemmstu að félagið hefði í hyggju að fara yfir samningsmál sinna manna, ef og þá áður en þeir færu til Afganistan, og taldi hann tryggingamál vera eitt af því sem fara þyrfti yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira