Innlent

Rjómablíða í Reykjavík

Það var sannkölluð 17. júní stemning í miðbæ Reykjavíkur enda léku veðurguðirnir við hvern sinn fingur. Borgarbúar spókuðu sig léttklæddir um borgina, sem skartaði sínu fegursta. Á Arnarhóli var skipulögð dagskrá langt fram á nótt. Í Hljómskálagarðinum voru margvísleg leiktæki sem heilluðu litlu börnin og á Austurvelli var saman kominn mikill fjöldi, aðallega ungt fólk, sem naut veðurblíðunnar. Þrátt fyrir sólarlausan 17. júní á Akureyri var fjölmenni við hátíðarhöldin sem hófust klukkan 9 í gærmorgun og stóðu sleitulítið fram á rauða nótt. Dagskráin var mjög fjölbreytt að vanda en hátíðardagskráin hófst klukkan 14 á Ráðhústorgi og stóð til klukkan 16. Að því loknu var meðal annars boðið upp á skemmtisiglingar á Akureyrarpolli og gestum boðið að skoða Davíðshús eftir miklar endurbætur. Klukkan 20 um kvöldið hófst tónlistar- og skemmtihátíð á Ráðhústorgi og eftir miðnætti fjölmenntu Akureyringar í Síkisdans við Torfunesbryggju en í framtíðinni mun göngugatan á Akureyri tengjast Akureyrarpolli með sjávarsíki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×