Innlent

Lagabreyting á stöðu, stjórn og starfsháttum þjóðkirkjunnar

Í Hallgrímskirkju
Í Hallgrímskirkju MYND/Valli

Frumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar var lagt fram á ríkistjórnarfundi í gær, samkvæmt tilmælum frá Kirkjuþingi. Þar er lagt til að Kirkjuþing hafi vald til að skipa kjördæmum með sama hætti og sóknum, prestaköllum og prófastsdæmum. Þá þykir einnig rökrétt að breyta ákvæðum um umdæmi vígslubiskupa á sama hátt. Í frumvarpinu segir að ef breyta eigi kosningafyrirkomulagi eða skipan kjördæma kosti það lagabreytingu í dag. Slíkt fyrirkomulag þyki ekki í samræmi við þann megintilgang þjóðkirkjulaga að auka sjálfstæði kirkjunnar í eigin málum og er frumvarpinu ætlað að ráða bót þar á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×