Innlent

Hátt í fjórtán hundruð kanínur skotnar

Á síðustu tveimur árum hafa hátt í fjórtán hundruð kanínur verið skotnar í Vestmannaeyjum. Villtar kanínur í Vestmannaeyjum eru umhverfisslys að mati Magnús Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins.

Þúsundir kanína ógna lundabyggð í Vestmannaeyjum og vildi Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, vita í fyrirspurn á Alþingi í dag hvað umhverfisráðuneytið ætli að gera í málinu. Hann sagði það umhverfisslys að kanínur hafði sloppið út í náttúruna. Nauðsynlegt sé að umhverfisráðuneytið geri ítarlega úttekt á vandanum.

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, tók undir með Magnúsi Þór og sagði nauðsynlegt að fylgjast með því þegar dýr komast út í náttúruna sem ekki hafa verið þar áður. Hún sagði kanínur víðar vandmál en í Vestmannaeyjum, til dæmis í Kjarnaskógi á Akureyri. Hún sagði bæjaryfirvöld í Vestmanneyjum hafa heimild til að takast á við vandann. En á síðustu tveimur árum hafa sex til sjöhundruð kanínur verið skotnar á hvoru ári fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×