Skipa sérstaka ritnefnd til að leysa ágreining 9. nóvember 2005 12:30 Útgefendur Læknablaðsins ætla að skipa sérstaka ritnefnd sem ætlað er að leysa ágreining sem ekki varð leystur í fráfarandi ritstjórn, vegna skrifa í blaðið um afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugalækingadeild Landspítalans í sumar. Unnið er að því að skipa nýja ritstjórn. Greint var frá því í síðustu viku að fimm af sex mönnum í ritstjórn Læknablaðsins hefðu sagt af sér vegna ágreinings um birtingu greinar Jóhanns Tómassonar læknis í septemberriti blaðsins. Þar ræðst Jóhann harkalega að heilbrigðisyfirvöldum og Kára Stefánssyni vegna afleysingar Kára á taugadeild Landspítalans í sumar. Ritstjórnarmeðlimirnir deildu við Vilhjálm Rafnsson, ábyrgðarmann blaðsins, um hvort birta ætti greinina en Vilhjálmur hafði hafði endanlegt vald um það og var greinin birt. Eftir að ljóst varð að ekki yrði beðist afsökunar á greininni og hún ekki tekin af vef Læknablaðsins hefur Kári Stefánsson kært Vilhjálm fyrir siðanefnd Læknafélagsins. Útgefendur Læknablaðsins, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, funduðu um málið í gærkvöld og þar ákváðu stjórnir læknafélaganna að skipa sérstaka ritnefnd til að fara yfir málið. Hún á að taka ákvörðun um það hvort umrædd grein Jóhanns Tómassonar skuli tekin af vefnum, einstök atriði hennar eða hún öll, tímabundið eða varanlega og hvort biðjast skuli afsökunar í næsta tölublaði á birtingu greinarinnar. Ef svarið við síðarnefnda atriðinu er jákvætt óska stjórnirnar eftir að nefndin orði þá afsökunarbeiðni. Nefndin hefur viku til þess að fara yfir málið og komast að niðurstöðu. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að stjórnir læknafélaganna muni fara að niðurstöðu nefndarinnar. Hann bendir einnig á að stjórn Læknafélags Íslands hafi rætt umrædda grein á fundi 12. september eftir kvartanir frá félagsmönnum og þá hafi verið ákveðið að senda siðanefnd Læknafélagsins erindi þar sem farið er fram á að skoðað verði hvort siðareglur hafi verið brotnar. Siðanefndin hefur því tvö mál til umsagnar vegna skrifanna, annars vegna efnis greinarinnar og hins vegar vegna kæru Kára Stefánssonar á hendur Vilhjálmi Rafnssyni. Sigurbjörn segir að Læknafélaginu hafi borist afsagnarbréf fjögurra af fimm ritstjórnarmeðlimunum sem sögðu af sér í síðustu viku en nú sé unnið að því innan stjórna læknafélaganna að skipa menn í ritstjórn blaðsins í stað þeirra. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Útgefendur Læknablaðsins ætla að skipa sérstaka ritnefnd sem ætlað er að leysa ágreining sem ekki varð leystur í fráfarandi ritstjórn, vegna skrifa í blaðið um afleysingar Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugalækingadeild Landspítalans í sumar. Unnið er að því að skipa nýja ritstjórn. Greint var frá því í síðustu viku að fimm af sex mönnum í ritstjórn Læknablaðsins hefðu sagt af sér vegna ágreinings um birtingu greinar Jóhanns Tómassonar læknis í septemberriti blaðsins. Þar ræðst Jóhann harkalega að heilbrigðisyfirvöldum og Kára Stefánssyni vegna afleysingar Kára á taugadeild Landspítalans í sumar. Ritstjórnarmeðlimirnir deildu við Vilhjálm Rafnsson, ábyrgðarmann blaðsins, um hvort birta ætti greinina en Vilhjálmur hafði hafði endanlegt vald um það og var greinin birt. Eftir að ljóst varð að ekki yrði beðist afsökunar á greininni og hún ekki tekin af vef Læknablaðsins hefur Kári Stefánsson kært Vilhjálm fyrir siðanefnd Læknafélagsins. Útgefendur Læknablaðsins, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur, funduðu um málið í gærkvöld og þar ákváðu stjórnir læknafélaganna að skipa sérstaka ritnefnd til að fara yfir málið. Hún á að taka ákvörðun um það hvort umrædd grein Jóhanns Tómassonar skuli tekin af vefnum, einstök atriði hennar eða hún öll, tímabundið eða varanlega og hvort biðjast skuli afsökunar í næsta tölublaði á birtingu greinarinnar. Ef svarið við síðarnefnda atriðinu er jákvætt óska stjórnirnar eftir að nefndin orði þá afsökunarbeiðni. Nefndin hefur viku til þess að fara yfir málið og komast að niðurstöðu. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að stjórnir læknafélaganna muni fara að niðurstöðu nefndarinnar. Hann bendir einnig á að stjórn Læknafélags Íslands hafi rætt umrædda grein á fundi 12. september eftir kvartanir frá félagsmönnum og þá hafi verið ákveðið að senda siðanefnd Læknafélagsins erindi þar sem farið er fram á að skoðað verði hvort siðareglur hafi verið brotnar. Siðanefndin hefur því tvö mál til umsagnar vegna skrifanna, annars vegna efnis greinarinnar og hins vegar vegna kæru Kára Stefánssonar á hendur Vilhjálmi Rafnssyni. Sigurbjörn segir að Læknafélaginu hafi borist afsagnarbréf fjögurra af fimm ritstjórnarmeðlimunum sem sögðu af sér í síðustu viku en nú sé unnið að því innan stjórna læknafélaganna að skipa menn í ritstjórn blaðsins í stað þeirra.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira