Innlent

Hlutabréf greidd í dag

Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og aðrir lykilstjórnendur sem keyptu nýverið hlutabréf í bankanum fyrir þrjá komma tvo milljarða króna eiga að greiða fyrir kaupin í dag.  Fjallað var um það í fjölmiðlum að þeir ætluðu að fá lán hjá Íslandsbanka fyrir kaupunum, en það fékkst aldrei staðfest.  Aðspurður sagði Bjarni í morgun að hann myndi greiða sinn hluta, einn komma þrjá milljarða króna síðar í dag.  Hann vildi hins vegar ekki upplýsa hvernig kaupin væru fjármögnuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×