Innlent

Heilbrigðisráðherra segir Alfreð hafa verið valinn vegna reynslu í að stýra byggingaframkvæmdum

Mynd/GVA

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir hrókeringar í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins ekki tengda skipun hans á Alfreð Þorsteinssyni í stöðu framkvæmdastjóra um byggingu hátæknisjúkrahúss. Hann vísar því sömuleiðis á bug að Orkuveituhúsið hafi verið óeðlilega dýrt.

Skipun Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráherra á samflokksmanni sínum Alfreð Þorsteinssyni í stöðu framkvæmdastjóra um byggingu hátæknisjúkrahús varð til þess að Alfreð tilkynnti í framhaldinu um að hann hyggðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn. Í kjölfarið tilkynnti Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, um að hann hyggðist gefa kost á sér til að leiða lista Framsókna í borginni. Jón segir valið á Alfreð byggt á reynslu þess síðarnefnda í að stýra byggingarframkvæmdum. Jón sagði svo þetta aðspurður um hvort gagnrýni á framúrkeyrslu við byggingu Orkuveituhússins, sem Alfreð stýrði, hafi ekki bent til annars, að Alfreð hefði sjálfur skýrt þau mál og meðal annars tiltekið að kostnaður við Orkuveituhúsið hefði verið sá sami og á við um til dæmis grunnskólabyggingar. Á þau rök fellst Jón. En tengdust hrókeringar í borgarmálaarmi flokksins skipun Alfreðs á einhvern hátt? Því neitar Jón og segir ástæður þess að Alfreð varð fyrir valinu vera að hann hafði frétt af því að Alfreð vildi losna út úr pólitík, það sé ein ástæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×