Innlent

Kaupmáttur eldri borgara minnkað um 1,6% frá 1988

Kaupmáttur eldri borgara hefur minnkað um 1,6% ef litið er aftur til 1988. Sé miðað við síðustu tíu ár hefur kaupmáttur eldri borgara vaxið lítillega en þó aðeins um einn sjötta af kaupmáttaraukningu ráðstöfunartekja í landinu.

Ástæðan er meðal annars sú að frá árinu 1995 hefur orðið veruleg gliðnun milli grunnlífeyris og tekjutryggingar annars vegar og þróun lágmarkslauna og launavísitölu hins vegar.

Þá vegur aukin tekjuskattbyrði aldraðra þungt. Vinnuhópur á vegum fjármálaráðuneytis, heilbrigðis og tryggingaráðuneytis og Landssambands eldri borgara var sammála um útreikninga á tekjum og högum aldraðra.

Næsta skref mun vera að nefnd á vegum ráðherra og eldri borgara hittist fyrir lok mánaðarins. Ekki náðist í Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra vegna málsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×