Miami 2 - Detroit 2 1. júní 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin). NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons létu ekki fjölmiðlafárið í kring um yfirvofandi brotthvarf þjálfara síns á sig fá í gær og jöfnuðu metin í einvíginu við Miami Heat með 106-96 sigri í nótt. Richard Hamilton fór mikinn á báðum endum vallarins og heimamenn nýttu sér villuvandræði Shaquille O´Neal. Rétt eins og í síðustu umferð, náðu Pistons að jafna metin eftir að hafa lent undir 2-1 og halda nú niður til Flórída í þriðja leikinn, sem sýndur verður beint á Sýn á fimmtudagskvöldið. "Við höfum bara áhyggjur af Miami Heat núna og okkur er alveg sama hvað þjálfari okkar er að gera. Við erum að reyna að verja titilinn og höfum engann tíma til að velta okkur upp úr því hvað þjálfarinn er að gera, það er seinni tíma vandamál," sagði Chauncey Billups. Detroit missti boltann ekki einu sinni í fyrri hálfleiknum í gær og léku sinn besta leik í seríunni. Richard Hamilton spilaði góða vörn á Dwayne Wade og hélt honum í "aðeins" 28 stigum. "Það var allt annað að sjá til strákanna í leiknum í gær og nú þurfum við að finna leið til að vinna á útivelli til að snúa einvíginu okkur í hag," sagði Larry Brown, þjálfari Indiana. Það er jafnan til marks um að Detroit sé að leika vel þegar Darko Milicic fær að koma inná og hann fékk að spila heilar 93 sekúndur í leiknum í gær, sínar fyrstu í seríunni. "Stóru mennirnir þeirra léku vel í kvöld og við áttum ekkert svar við þeim. Þetta var frábær leikur af þeirra hálfu," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. Dwayne Wade vildi ekki gera mikið úr varnarleiknum sem Richard Hamilton spilaði á hann og sagðist eiga sökina sjálfur. "Ég fékk öll þau skot sem ég vildi í leiknum, en náði bara ekki að nýta þau," sagði hin unga stjarna eftir leikinn. Þetta var fyrsta tap Miami á útivelli í úrslitakeppninni, en aðeins liði Los Angeles Lakers um aldarmótin tókst að fara í gegn um úrslitakeppnina ósigrað á útivellil þegar þeir urðu meistarar og unnu alla átta útileiki sína. Shaquille O´Neal, sem var burðarásinn í því liði, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn í gær og bíður því eflaust með næsta gullkorn þangað til Miami vinnur aftur. Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig (8 stoðs), Rasheed Wallace 20 stig, Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 15 stig (9 frák), Antonio McDyess 6 stig, Lindsey Hunter 6 stig, Carlos Arroyo 5 stig, Elden Campell 5 stig, Ben Wallace 4 stig (15 frák).Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 28 stig (6 stoðs), Udonis Haslem 14 stig (9 frák), Shaquille O´Neal 12 stig, Eddie Jones 11 stig (10 frák), Keyon Dooling 11 stig, Damon Jones 6 stig, Alonzo Mourning 4 stig (4 frák, 4 varin).
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Ísak Bergmann hljóp mest allra Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira