Lífið

Idol - 5 manna úrslit í kvöld

Keppendum í Idol stjörnuleit fækkar og spennan magnast. Aðeins 5 keppendur eru eftir í keppninni: Davíð Smári, Ylfa Lind, Aðalheiður, Hildur Vala og Lísebet. Í kvöld verður Stórsveit Reykjavíkur á sviðinu í Vertrargarðinum í Smáralind með keppendunum.  Lögin í kvöld eru dægurperlur fyrri tíma. Stjórnandi Stórsveitarinnar er Samúel Samúelsson tónlistarmaður, Sammi í Jagúar.  Gestadómari kvöldsins er enginn annar en stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason. Uppröðun keppenda og lagaval 18. febrúar: KeppandiLagSMS-kosningSímakosningDavíð SmáriMoondanceIdol 1 í 1918900 2001Ylfa LindMack the kniveIdol 2 í 1918900 2002AðalheiðurLoveIdol 3 í 1918900 2003Hildur ValaIt's only a papermoonIdol 4 í 1918900 2004LísebetAlmost like being in loveIdol 5 í 1918900 2005 Allt um Idol-Stjörnuleit á idol.is Fylgstu vel með á Idol.is og fyrir alla muni - ekki missa af Idol Stjörnuleit í kvöld. Idol-Stjörnuleit er í beinni á Stöð 2 klukkan 20:30 og aftur klukkan 22:30.  Örlög keppenda eru sem fyrr í höndum þjóðarinnar. Þitt atkvæði ræður úrslitum! Idol hringitónar Byrjað verður að selja Idol rauntóna í gsm síma í kvöld í samstarfi við Tonlist.is og Og Vodafone.  Til þess að nota þessa þjónustu verður símtækið að styðja mp3 skrár og er það því á ábyrgð viðskiptavinar að það geri það. Símtækið þarf einnig að vera með MMS stillingar virkar. Þjónustan er eingöngu fyrir viðskiptavini OgVodafone eins og er.  Hver tónn kostar 199 kr.   Linkur inn á þjónustuna birtist seinna í dag á idol.is. Miðasala í Smárabíói Miðasala á miðunum á undanúrslitin og úrslitin í Idol-Stjörnuleit hefjast sunnudaginn 27. febrúar.  Miðasalan opnar klukkan 13.30 á sunnudeginum.  Miðaverð er 2500 krónur. Idol leikur á Vísi Á döfinni er Idol leikur á Vísi.  Í verðlaun verða miðar á úrslitakvöldið í Idol, Idol háls/lyklabönd, Idol rubikskubbar og Idol fánar.  Skoðaðu Idol fréttirnar á Vísi og sjáðu frammistöðu keppendanna á Veftíví Vísis undir liðnum "Skemmtun, tónlist og grín"  Idol lögin á tónlist.is og Idol veggfóður í gsm síma Lögin úr úrslitaþáttunum eru svo sem fyrr segir fáanleg á Tónlist.is og Idol Skjámyndir í GSM símann á OgVodafone.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.