Lífið

Singstar í stjörnuleit

Fókus fylgir DV á föstudögum. Að venju er þar að finna allt um menningar- og skemmtanalíf helgarinnar. Á djammkortinu er hægt að sjá hvað er að gerast hvar, það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í kvöld fer m.a. fram óvenjuleg söngkeppni á Prikinu. Jón Mýrdal og Hemmi feiti mæta með Sing Star og leita að færasta söngvaranum.  Í kvöld verður allt að gerast á Prikinu. Idolið verður að sjálfsögðu sýnt á staðnum og stemningin verður væntanlega mikil þar sem það er farið að styttast í endalokin. En það sem á eftir kemur er ekki verra. Það verður mögnuð Singstar keppni og verðlaun og allt saman. Það verða Jón Mýrdal og Hemmi feiti sem munu dæma keppnina. Jón ætlar sjálfur að sjá um það að koma fólki í stuð með því að hita upp með hinu stórkostlega lagi AHA, Take on me. "Ég tek þetta lag alltaf, að sjálfsögðu," sagði Jón en hann varð þess heiðurs aðnjótandi að sjá AHA í Höllinni 1987 og hefur víst dansað við kærustu söngvarans í partýi. "Við héldum svona keppni fyrir mánuði síðan og það var alveg æðislegt," segir Jón. "Það verður svo tilboð á áfengi og það verða einhverjir vinningar fyrir þá sem massa þessa keppni. Það verður brennsi eða eitthvað." Skráning fer bara fram á staðnum og keppnin byrjar kl. 21:30 og fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Í blaðinu í dag er einnig að finna allt um myndirnar í bíó, tvífarana, teiknimynd eftir Hugleik Dagsson, sem mun héðan í frá teikna vikulega í Fókus og margt, margt fleira. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.