Gelgjurnar flykkjast í frístæl 18. febrúar 2005 00:01 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Blaðið er troðfullt af skemmtilegu efni. Egill Gilzenegger segir frá hvernig má öðlast keppnistan, gula pressan er nýr liður þar sem ýmis mál eru tekin fyrir á öðruvísi grundvelli og stripparar segja hvað þeim finnst um íslenska karlmenn. Svo er fjallað um frístælkeppnina sem er að bresta á. "Það eru komin 22 atriði á dagskrána í keppnina að þessu sinni, bæði einstaklings- og hópatriði. Það eru því alls um 90 krakkar sem taka þátt í ár," segir Sigríður Jóhannsdóttir, deildarstjóri Tónabæjar. Hún reynir að hafa stjórn á hlutunum í kvöld þegar Austurbær fyllist af öskrandi unglingum og 24. frístæl-keppnin verður haldin með pompi og prakt. Þarna fæddist Elma Lísa "Þetta er þó frekar lágur keppendafjöldi miðað við undanfarin ár. Má að miklu leyti rekja það til kennaraverkfallsins en krakkarnir sitja náttúrulega sveittir heima hjá sér núna að ná lærdómnum upp og hafa ekki tíma til að sprikla eitthvað út í loftið." Frístælkeppni Tónabæjar er fastur liður á hverju ári. Gelgjurnar taka sig saman og sprikla eins og brjálæðingar í trylltum dansi. Oft hafa orðið til ministjörnur í kjölfarið, leikkonan Elma Lísa er ein þeirra sem sló þarna í gegn á sínum tíma. En keppnin er eins og venjulega bara fyrir 13-16 ára þannig að aðrir verða bara að skekja sig við Lindu Ronstadt og 2 Unlimited heima hjá sér. Bingó Villi í þröngum búningi Villi naglbítur ætlar að sjá um að kynna herlegheitin og hann ætlar víst líka að skaka sér um gólfið og taka nokkur frístæl spor. Heyrst hefur að hann hafi leitað logandi ljósi að frístæl búningi undanfarna daga enda er maðurinn ekki þekktur fyrir að gera neitt með hangandi hendi. Það verður örugglega gríðarlega hressandi að sjá Villa í níðþröngum, sækadelískum búningi með munnræpuna á milljón að garga keppendur á svið. Önnur skemmtiatriði verða ekki af verri endanum. "Sigurvegari söngvakeppni Tónabæjar 2004, María Dís, mun syngja lagið Vetrarljóð. Svo ætlar Hip Hop Hópurinn að sýna listir sínar en þau hafa dansað saman í mörg ár," segir Sigríður. Sigríður og aðrir aðstandendur keppninnar lofa geðsjúku stuði og það er um að gera að mæta og styðja við bakið á krökkunum enda eiga þau hrós skilið fyrir að nenna þessu. Keppnin verður haldin í Austurbæ í kvöld. Húsið opnar kl. 17 en keppnin sjálf byrjar kl. 18 og það kostar 700 kall inn. Þetta viðtal, djammkortið, umfjöllun um Bloc Party á músíkopnunni og myndasögu um Strákana á Stöð 2 er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag. Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Blaðið er troðfullt af skemmtilegu efni. Egill Gilzenegger segir frá hvernig má öðlast keppnistan, gula pressan er nýr liður þar sem ýmis mál eru tekin fyrir á öðruvísi grundvelli og stripparar segja hvað þeim finnst um íslenska karlmenn. Svo er fjallað um frístælkeppnina sem er að bresta á. "Það eru komin 22 atriði á dagskrána í keppnina að þessu sinni, bæði einstaklings- og hópatriði. Það eru því alls um 90 krakkar sem taka þátt í ár," segir Sigríður Jóhannsdóttir, deildarstjóri Tónabæjar. Hún reynir að hafa stjórn á hlutunum í kvöld þegar Austurbær fyllist af öskrandi unglingum og 24. frístæl-keppnin verður haldin með pompi og prakt. Þarna fæddist Elma Lísa "Þetta er þó frekar lágur keppendafjöldi miðað við undanfarin ár. Má að miklu leyti rekja það til kennaraverkfallsins en krakkarnir sitja náttúrulega sveittir heima hjá sér núna að ná lærdómnum upp og hafa ekki tíma til að sprikla eitthvað út í loftið." Frístælkeppni Tónabæjar er fastur liður á hverju ári. Gelgjurnar taka sig saman og sprikla eins og brjálæðingar í trylltum dansi. Oft hafa orðið til ministjörnur í kjölfarið, leikkonan Elma Lísa er ein þeirra sem sló þarna í gegn á sínum tíma. En keppnin er eins og venjulega bara fyrir 13-16 ára þannig að aðrir verða bara að skekja sig við Lindu Ronstadt og 2 Unlimited heima hjá sér. Bingó Villi í þröngum búningi Villi naglbítur ætlar að sjá um að kynna herlegheitin og hann ætlar víst líka að skaka sér um gólfið og taka nokkur frístæl spor. Heyrst hefur að hann hafi leitað logandi ljósi að frístæl búningi undanfarna daga enda er maðurinn ekki þekktur fyrir að gera neitt með hangandi hendi. Það verður örugglega gríðarlega hressandi að sjá Villa í níðþröngum, sækadelískum búningi með munnræpuna á milljón að garga keppendur á svið. Önnur skemmtiatriði verða ekki af verri endanum. "Sigurvegari söngvakeppni Tónabæjar 2004, María Dís, mun syngja lagið Vetrarljóð. Svo ætlar Hip Hop Hópurinn að sýna listir sínar en þau hafa dansað saman í mörg ár," segir Sigríður. Sigríður og aðrir aðstandendur keppninnar lofa geðsjúku stuði og það er um að gera að mæta og styðja við bakið á krökkunum enda eiga þau hrós skilið fyrir að nenna þessu. Keppnin verður haldin í Austurbæ í kvöld. Húsið opnar kl. 17 en keppnin sjálf byrjar kl. 18 og það kostar 700 kall inn. Þetta viðtal, djammkortið, umfjöllun um Bloc Party á músíkopnunni og myndasögu um Strákana á Stöð 2 er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira