Lögreglukylfan og penninn 14. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Guðmundar Andra Thorssonar - Hannes Hólmsteinn Gissurarason prófessor Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberrar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævisögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurður Héraðsdóms væri ekki efnislegur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnubrögð mín væru "í lagi". Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki "í lagi" að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rithöfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausnarefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síðustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignarrétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni "Þegar boðflennan gerist veislustjóri". Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóðskáld, heldur þinglýst eign nokkurra vinstri sinnaðra menntamanna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt "fjandsamlega yfirtöku". Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélagið. Nú mætti tala um Halldórseigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmundur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmundar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Laxness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum textum auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og tilgangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstaklingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Laxness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggísúpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þórbergs á "hriflingabjargastíl" Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafélagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stórfellda rannsókna- og hugmyndastuldi, þar sem ég hefði ekki vísað nógu oft til annarra fræðimanna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfirsjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrifar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið annað að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmálsgreinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virðingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi Helgu. Í skáldsögu sinni, Íslandsförinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaðagrein í ársbyrjun 1997. En auðvitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófnaður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra er sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niðurstaðan ekki sú, að hvorugur okkar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Guðmundar Andra Thorssonar - Hannes Hólmsteinn Gissurarason prófessor Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberrar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævisögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurður Héraðsdóms væri ekki efnislegur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnubrögð mín væru "í lagi". Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki "í lagi" að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rithöfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausnarefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síðustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignarrétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni "Þegar boðflennan gerist veislustjóri". Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóðskáld, heldur þinglýst eign nokkurra vinstri sinnaðra menntamanna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt "fjandsamlega yfirtöku". Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélagið. Nú mætti tala um Halldórseigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmundur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmundar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Laxness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum textum auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og tilgangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstaklingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Laxness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggísúpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þórbergs á "hriflingabjargastíl" Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafélagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stórfellda rannsókna- og hugmyndastuldi, þar sem ég hefði ekki vísað nógu oft til annarra fræðimanna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfirsjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrifar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið annað að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmálsgreinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virðingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi Helgu. Í skáldsögu sinni, Íslandsförinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaðagrein í ársbyrjun 1997. En auðvitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófnaður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra er sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niðurstaðan ekki sú, að hvorugur okkar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann?
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun