Áunninn réttur stjórnarskrárvarinn 26. apríl 2005 00:01 "Menn þurfa náttúrlega að fara varlega þegar kemur að lífeyrisréttindum," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Hann segist ekki hafa skoðað sérstaklega mögulegar breytingar á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, en telur þó nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu veita ákveðna vísbendingu. Í október komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að svipta fyrrverandi sjómann lífeyrisréttindum án þess að bætur kæmu fyrir. Hann segir sérstaka ástæðu til aðgátar þegar lífeyristaka er hafin. "Eitt er að eiga sér áunninn lífeyri og annað þegar menn fara að taka hann." Hann bendir á að þegar lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru sett hafi biðlaunaréttur verið skertur. "Ég veit ekki betur en Hæstiréttur hafi staðfest að það hafi staðist eignarréttarákvæði og því ljóst að hægt er að skerða þennan rétt þó áunninn sé. Það er hins vegar erfiðara að gera það ef menn eru byrjaðir að fá lífeyrinn." "Áunninn réttur er talinn stjórnarskrárvarinn eignarréttur og ekki talið að honum sé hægt að breyta aftur í tímann án þess að bætur komi fyrir," segir Atli Gíslason, lögmaður, sérfræðingur í vinnurétti og varaþingmaður Vinstri-grænna. Hann segist þeirrar skoðunar að frumvarp um lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna "hefði betur aldrei verið samþykkt" og segir gagnrýnivert hversu lítinn undirbúning málið hafi fengið. "Við erum almennt ekki með góða löggjafarstarfsemi. Inn eru keyrð mál með stuttum fyrirvara og fá litla umfjöllun," sagði hann og kvað annan hátt á í þeim löndum sem við berum okkur saman við. "Núna virðist Halldór hins vegar ætla að vanda sig við að breyta þessu og það er vissulega fagnaðarefni. Lögin eru meingölluð, að menn séu komnir á fullan lífeyri starfandi hjá ríkinu á fullum launum. Það er ekki eðli lífeyrisgreiðslna að borga mönnum lífeyri fyrr en þeir eru komnir af vinnumarkaði." Atli segir hins vegar umdeilanlegt hvort dómur Mannréttindadómstólsins frá því í október hafi mikið fordæmi. "Ekki miðað við forsendur hans sem snerust um á hve fáum breytingin bitnaði. Almennar skerðingar geta gengið bótalaust, ef lífeyrissjóður stendur illa er til dæmis lagaskylda að bregðast við." Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður.Mynd/GVA Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
"Menn þurfa náttúrlega að fara varlega þegar kemur að lífeyrisréttindum," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Hann segist ekki hafa skoðað sérstaklega mögulegar breytingar á lögum um eftirlaun þingmanna og ráðherra, en telur þó nýlegan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu veita ákveðna vísbendingu. Í október komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hafi verið óheimilt að svipta fyrrverandi sjómann lífeyrisréttindum án þess að bætur kæmu fyrir. Hann segir sérstaka ástæðu til aðgátar þegar lífeyristaka er hafin. "Eitt er að eiga sér áunninn lífeyri og annað þegar menn fara að taka hann." Hann bendir á að þegar lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru sett hafi biðlaunaréttur verið skertur. "Ég veit ekki betur en Hæstiréttur hafi staðfest að það hafi staðist eignarréttarákvæði og því ljóst að hægt er að skerða þennan rétt þó áunninn sé. Það er hins vegar erfiðara að gera það ef menn eru byrjaðir að fá lífeyrinn." "Áunninn réttur er talinn stjórnarskrárvarinn eignarréttur og ekki talið að honum sé hægt að breyta aftur í tímann án þess að bætur komi fyrir," segir Atli Gíslason, lögmaður, sérfræðingur í vinnurétti og varaþingmaður Vinstri-grænna. Hann segist þeirrar skoðunar að frumvarp um lífeyrisréttindi ráðherra og þingmanna "hefði betur aldrei verið samþykkt" og segir gagnrýnivert hversu lítinn undirbúning málið hafi fengið. "Við erum almennt ekki með góða löggjafarstarfsemi. Inn eru keyrð mál með stuttum fyrirvara og fá litla umfjöllun," sagði hann og kvað annan hátt á í þeim löndum sem við berum okkur saman við. "Núna virðist Halldór hins vegar ætla að vanda sig við að breyta þessu og það er vissulega fagnaðarefni. Lögin eru meingölluð, að menn séu komnir á fullan lífeyri starfandi hjá ríkinu á fullum launum. Það er ekki eðli lífeyrisgreiðslna að borga mönnum lífeyri fyrr en þeir eru komnir af vinnumarkaði." Atli segir hins vegar umdeilanlegt hvort dómur Mannréttindadómstólsins frá því í október hafi mikið fordæmi. "Ekki miðað við forsendur hans sem snerust um á hve fáum breytingin bitnaði. Almennar skerðingar geta gengið bótalaust, ef lífeyrissjóður stendur illa er til dæmis lagaskylda að bregðast við." Atli Gíslason, lögmaður og varaþingmaður.Mynd/GVA
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira