Innlent

Drengirnir fleiri í leikskólanum

Í árslok 2004 sóttu tæplega 17 þúsund börn leikskóla hér á landi að því er fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnar. "Leikskólabörnum hefur fjölgað um 25 frá fyrra ári eða um 0,15 prósent sem er mun minni fjölgun en undanfarin ár. Hlutfallslega fleiri drengir en stúlkur sækja leikskóla, eða 80,6 prósent drengja og 79,1 prósent stúlkna á aldrinum 1 til 5 ára," segir í Hagtíðindum. Starfandi leikskólar voru 261 talsins og hafði fækkað um 6 frá fyrra ári. "Fækkunin stafar af því að leikskólar hafa hætt starfsemi eða verið sameinaðir öðrum leikskólum. Alls sóttu tæplega 1.500 börn nám í 28 einkareknum leikskólum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×