Eftirlaunalögum ekki breytt í vor 26. apríl 2005 00:01 Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Engar breytingar verða gerðar á eftirlaunalögum æðstu embættismanna á þessu þingi. Vart verður hægt að afnema rétt fyrrverandi ráðherra til að þiggja eftirlaun ofan á laun í opinberu starfi og langan aðlögunartíma þarf ef takmarka á rétt þeirra sem eftir koma, segir forsætisráðherra, og vísar í nýtt lögfræðiálit. Formenn stjórnarflokkanna ræddu þetta mál í morgun. Formenn stjórnarflokkanna áttu langan fund að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem eftirlaunalögin komu meðal annars til umræðu. Davíð Oddsson hafði lýst því yfir að hann teldi ekki ástæðu til að breyta lögunum en unnið hafði verið að því um hríð í forsætisráðuneytinu að kanna lagalegan grundvöll slíkra breytinga. Davíð Oddsson sagði aftur í morgun að ekki þyrfti að breyta nýju eftirlaunalögunum, ákvæði sem gæfi mönnum kost á að þiggja full laun ásamt eftirlaunum hefði verið í lögum miklu lengur. Hann sagði þó aðspurður hvort til greina kæmi að breyta lögunum að öllum lögum mætti breyta. Aðspurður hvort ágreiningur væri á milli hans og Halldórs neitaði Davíð því. Halldór Ágrímsson forsætisráðherra sendi forsætisnefnd Alþingis nýtt lögræðiálit í dag þar sem kemur fram að varla sé stætt á því að afnema þennan rétt hjá þeim fyrrverandi ráðherrum sem nú þegar þiggja eftirlaun jafnhliða launum fyrir starf forstjóra eða forstöðumanns hjá opinberum stofnunum. Halldór segir að í álitinu komi fram að vart sé hægt að hreyfa við virkum réttindum, þ.e. réttindum þeirra sem þegar hafi hafið töku lífeyris, og það verði jafnframt að gefa sanngjarnan aðlögunartíma, allt að tvö ár. Halldór segist telja eðlilegt að flokkarnir fái málið til athugunar þannig að hann sjái ekki að brýnt sé að afgreiða málið næstu daga því það yrði hvort eð er ekki hreyft við virkum réttindum. Menn hafi því sumarið til að fara yfir málið. Halldór segir að þar sem frumvarpið hafi verið lagt fram með samkomulagi allra flokka, þótt það hafi breyst síðar meir, verði ekki gerðar neinar breytingar á lögunum nema um þær sé einnig full samstaða í forsætisnefnd Alþingis. Hann telji eðlilegt að flokkarnir hafi einhvern tíma til að fara yfir það og það verði rætt aftur þegar þing komi saman í haust. Aðspurður hvort hann eigi von á samstöðu miðað við viðbrögð Davíðs Oddssonar nú segir Halldór að hann vilji ekkert um það segja. Davíð sé nýbúinn að fá lögfræðiálitið í hendur eins og aðrir, en það sé nokkuð skýrt og vel unnið. Davíð og Halldór áttu langan fund eftir ríkisstjórnarfund. Spurður hvort eftirlaunamálið hafi verið rætt segir Halldór að þeir hafi rætt það ásamt ýmsum öðrum málum. Inntur eftir því hvort ágreiningur hafi verið um málið segist Halldór ekki geta sagt meira um það. Þeir hafi farið vel yfir málið eins og önnur mál þannig að hann geti ekki sagt að það sé einhvern ágreiningur milli manna í málinu. Það liggi þó fyrir að það séu mismunandi sjónarmið í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira