Innlent

Ísum bara meira

Grímseyjarferjan Sæfari er komin í slipp og liggja því siglingar milli lands og eyju niðri í um viku. Óttar Jóhannsson oddviti hefur ekki þungar áhyggjur af ferjuleysinu, frekar en öðru í lífinu. "Við lifum þetta af," segir hann. "Það er hins vegar spurning hvað við gerum við fiskinn ef hægt er að róa en það hefur verið bræla að undanförnu. Annars hafa menn bjargað sér með að sigla bátunum í land með aflann eða bara ísað meira en vanalega til að geyma fiskinn betur." Óttar segir að helstu lífsnauðsynjar séu fluttar flugleiðina út í eyju og því væsi ekki um nokkurn mann. Sæfari kemst aftur á flot í byrjun maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×