Fær ekki styrk í ár 26. apríl 2005 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. Átta milljónir króna voru eyrnamerktar Mannréttindaskrifstofunni á fjárlögum þar til í fyrra þegar ríkisstjórnin ákvað að framvegis yrði upphæðinni úthlutað til mannréttindamála almennt og úthlutun yrði á forræði tveggja ráðuneyta, Mannréttindaskrifstofan gæti sótt þangað um styrki eins og aðrir. Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni síðan 2,2 milljónir í styrk í upphafi ársins en eins og áður sagði fékk skrifstofan ekkert framlag frá utanríkisráðuneytinu í ár og jafngildir þetta því að framlög til hennar hafi verið skorin niður um þrjá fjórðu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði á þingi í dag að þarna væri ríkisstjórnin að hefna sín vegna mjög málefnalegrar gagnrýni sem hefði komið frá stofnuninni í garð ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlalaganna og annarra frumvarpa sem frá ríkisstjórninni hefðu komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Mannréttindaskrifstofan skilaði ekki þeim álitum sem hentaði þeim meirihluta sem færi með völd í landinu. Því væri Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni ekki skotaskuld úr því að leggja það niður sem ekki hentaði þeim. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi lagt til þessa skipan mála í við fjárlagagerð í mars í fyrra, það er áður en hann varð utanríkisráðherra. Hann benti á að ef menn litu á tímaröðina í þeim efnum þá væri það löngu fyrir þann tíma sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju út á. Tímaröðin væri öfug þannig að dylgjurnar féllu um sjálfar sig. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. Átta milljónir króna voru eyrnamerktar Mannréttindaskrifstofunni á fjárlögum þar til í fyrra þegar ríkisstjórnin ákvað að framvegis yrði upphæðinni úthlutað til mannréttindamála almennt og úthlutun yrði á forræði tveggja ráðuneyta, Mannréttindaskrifstofan gæti sótt þangað um styrki eins og aðrir. Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni síðan 2,2 milljónir í styrk í upphafi ársins en eins og áður sagði fékk skrifstofan ekkert framlag frá utanríkisráðuneytinu í ár og jafngildir þetta því að framlög til hennar hafi verið skorin niður um þrjá fjórðu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði á þingi í dag að þarna væri ríkisstjórnin að hefna sín vegna mjög málefnalegrar gagnrýni sem hefði komið frá stofnuninni í garð ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlalaganna og annarra frumvarpa sem frá ríkisstjórninni hefðu komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Mannréttindaskrifstofan skilaði ekki þeim álitum sem hentaði þeim meirihluta sem færi með völd í landinu. Því væri Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni ekki skotaskuld úr því að leggja það niður sem ekki hentaði þeim. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi lagt til þessa skipan mála í við fjárlagagerð í mars í fyrra, það er áður en hann varð utanríkisráðherra. Hann benti á að ef menn litu á tímaröðina í þeim efnum þá væri það löngu fyrir þann tíma sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju út á. Tímaröðin væri öfug þannig að dylgjurnar féllu um sjálfar sig.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira