Innlent

Minnt á rafræn vegabréf

Fólki sem á leið til Bandaríkjanna er bent á að huga að vegabréfum sínum því þeim sem ekki eru með rafræn vegabréf er ekki hleypt um borð í vélar Flugleiða yfir hafið. Bandarísk yfirvöld gera enda þær kröfur til þeirra sem heimsækja landið að vera með rafræn vegabréf. Reglurnar tóku gildi í þessum mánuði en borið hefur á því að fólk hafi ekki áttað sig á þessu og þurft að snúa heim þrátt fyrir að hafa innritað sig í flug í Keflavík.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×