Innlent

Mikill verðmunur á lyfjum

"Það kom okkur sem könnunina gerðum talsvert á óvart hversu ótrúlegur munur var á milli verslana," segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands, en hún ber ábyrgð á verðkönnun þeirri er ASÍ framkvæmdi meðal lyfjaverslana þann 20. apríl og sýnir að rúmlega 70 prósenta munur getur verið á verði sama lyfs milli staða. Kannað var verð á 22 algengum tegundum lausasölulyfja og reyndist verslunin Lyfjaver með lægsta verðið í flestum tilvikum. Lágverðsverslunin Apótekið bauð ódýrasta verðið í einum flokki en hefðbundin apótek reyndust í dýrari kantinum. Garðs apótek reyndist til að mynda með hæstu verð í tíu flokkum af 22. Mesti verðmunurinn reyndist vera á verkjatöflum og ofnæmislyfjum en munur á hæsta verði og því lægsta reyndist í öllum tilfellum skipta tugum prósenta. Er þetta fyrsta verðkönnunin af þessu tagi sem ASÍ framkvæmir en Henný Hinz segir niðurstöðurnar gefa til kynna þörf á að endurtaka slíkar kannanir í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×