Innlent

Hreinsun eftir snjóflóð ólokið

Svæðið í kringum húsin sem lentu undir snjóflóði í Hnífsdal fyrir tæpum fjórum mánuðum hefur ekki enn verið hreinsað. Mikið af glerbrotum er á svæðinu en sum húsanna eru enn í útleigu. Fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði að íbúar í nágrenninu telji mildi að ekki hafi hlotist stórslys af glerbrotunum en í einu húsanna býr fjögurra manna fjölskylda þar sem yngsta barnið er fjögurra ára. Framkvæmdastjóri fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. sem á húsin segir að strax verði hafist handa við hreinsunarstörf í kringum húsin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×