Ráðningar stjórnmálamanna 6. maí 2005 00:01 Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ráðning Guðjóns Guðmundssonar, fyrrum þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem framkvæmdastjóra dvalarheimilisins Höfða á Akranesi vekur upp minningar um ýmsar ráðningar stjórnmálamanna í gegnum tíðina sem taldar hafa verið til marks um samtryggingu íslenskra stjórnmálamanna, bitlingakerfi sem tryggir þeim þægilega vinnu þegar þeir hafa fallið af þingi eða fengið sig sadda á stjórnmálavafstrinu. Reyndar er rétt að taka fram áður en lengra er haldið að Guðjón þvertekur fyrir að hafa haft samráð við stjórn dvalarheimilsins eða bæjarstjórnarminnihluta Sjálfstæðisflokksins á Akranesi þegar hann lagði fram umsókn sína. Þetta segir hann í Fréttablaðinu í dag og segist hafa tekið ákvörðun um að sækja um þar sem hann uppfyllti hæfiskröfur. Margar umdeildar ráðningar Af nógu er að taka þegar litið er til ráðninga sem hafa valdið deilum. Þannig var umdeilt þegar Davíð Oddsson skipaði Júlíus Hafstein, fyrrum samstarfsmann sinn í borgarstjórn, sem sendiherra og setti hann yfir skrifstofu ferðamála- og viðskiptaþjónustu sem Martin Eyjólfsson sendifulltrúi hafði veitt forstöðu við góðan orðstír. Þá þurfti ekki að leita langt aftur til annarra sendiherraskipana sem vöktu athygli. Ólafur Davíðsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, var gerður að sendiherra þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson skiptust á ráðuneytum og þá má ekki gleyma því að einn anginn af uppstokkun í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins eftir síðustu kosningar var að Tómas Ingi Olrich var gerður að sendiherra og tilkynnti formaður flokksins þá ákvörðun í sömu andránni og hann kynnti aðrar breytingar á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn eru ekki þeir einu sem hafa verið ráðnir til starfa hjá hinu opinbera. Því fer fjarri. Þannig rifjast upp staða Ólafs Arnar Haraldssonar sem hætti á þingi í síðustu kosningum og rýmdi þar með fyrir Halldóri Ásgrímssyni þegar hann ákvað að fara í framboð í Reykjavík. Þá birtist þessi setning í grein Fréttablaðsins þar sem fjallað var um bitlinga til stjórnmálamanna. "Svipað er uppi á teningnum með Ólaf Örn Haraldsson og brotthvarf hans af þingi. Hann segist reyndar ekki fá neitt í staðinn en áhrifamenn í Framsóknarflokknum sem blaðamenn Fréttablaðsins hafa rætt við segja að verið sé að leita að hentugu starfi fyrir hann." Þetta kann að hafa sannast fyrir ekki svo margt löngu þegar Ólafur Örn var settur yfir Ratsjárstofnun. Bitlingakerfið jafn gamalt heimastjórninni Bitlingakerfið íslenska er jafn gamalt heimastjórninni. Svona lýsti Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, fyrirbærinu þegar rætt var við hann í janúar 2003: Meginreglan við tilurð bitlingakerfis er að lýðræði verði til í landi áður en sterkt skrifræði kemur til sögunnar. "Þá hafa stjórnmálamenn, ekki bara hér á landi heldur annars staðar líka, hneigst til þess að nota þau gæði sem eru í ríkiskerfinu til að verðlauna sína stuðningsmenn og í raun og veru kaupa sér stuðning," sagði Gunnar Helgi. "Þetta átti við hér á landi. Hér var ekki til sterk skrifræðishefð þegar við fengum heimastjórn. Þetta fylgdi stjórnarráðinu frá upphafi en þó sérstaklega þegar flokkarnir byrjuðu að skipuleggja sig, í kringum 1930. Þá fóru þeir að nota mjög grimmt það sem seta í sveitarstjórn eða ríkisstjórn veitti þeim. Ég held að það megi segja nokkurn veginn um alla flokkana að þeir hafi nýtt sér þetta, kannski í mismunandi miklum mæli." Gunnar Helgi sagði bitlingaúthlutun hafa minnkað mjög frá því sem mest var. "Þessi fyrirgreiðslustjórnmál voru mjög ríkt einkenni á íslenskum stjórnmálum frá fjórða áratugnum en hafa farið dvínandi í seinni tíð. Það eru skýrari reglur um opinbera geirann og það er ekki pólitísk stýring á jafnmiklum gæðum og áður þó að þetta sé til ennþá. Umfang þessa kerfis er ekkert svipað því sem var milli 1950 og 1960." Það mætti því ef til vill tala um sjötta áratuginn sem gullöld bitlinganna, þótt Gunnar Helgi hafi verið efins um að það orð væri við hæfi. Síðar fór að draga úr þessu og nefndi Gunnar Helgi nokkrar ástæður fyrir því. "Eftir Vilmundartímann, eftir að fréttamennskan varð óháðari stjórnmálaöflunum en áður varð þetta líka áhættusamara. Það hefur alltaf orðið töluverð sprenging í kringum þetta eftir það og ég held að stjórnmálamenn vari sig aðeins meira á þessu en áður. Þeir finna að þetta er ekki vinsælt og að þeir brenna sig svolítið á þessu." Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun