Erlent

Farþegi sem sagðist vera með sprengju skotinn til bana

Vélin umkringd lögreglu- og hermönnum á flugvellinum á Miami.
Vélin umkringd lögreglu- og hermönnum á flugvellinum á Miami. MYND/AP

Farþegi um borð í flugvél American Airlines á flugvellinum á Miami í Bandaríkjunum var skotinn til bana fyrr í kvöld eftir að hann sagðist vera með sprengju á sér. Hermenn sem höfðu umkringt vélina skutu manninn þegar hann reyndi að flýja inn í flugstöðvarbygginguna. Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Flugvélin var í millilendingu á Miami á leið sinni frá Columbiu til Orlando á Flórída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×