Erlent

Réttarhöldunum yfir Saddam frestað í tvær vikur

MYND/Reuters

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, var frestað í tvær vikur í dag eftir að Saddam neitaði að vera viðstaddur þau. Til stóð að halda réttarhöldunum áfram í dag og voru tvö vitni að grimmdarverkum Saddams kölluð í vitnastúku. Þegar það varð hins vegar ljóst að forsetinn fyrrverandi hygðist standa við hótanir frá í gær um að mæta ekki til réttarhaldanna ákváðu dómarar að fresta þeim til 21. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×