Erlent

Kæra CIA fyrir að nema Þjóðverja á brott

Khaled el-Masri segir CIA hafa numið sig á brott.
Khaled el-Masri segir CIA hafa numið sig á brott.

Bandarísk mannréttindasamtök hafa kært CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, fyrir hönd Þjóðverja sem var tekinn höndum og haldið í leynilegu fangelsi í Afganistan í hálft ár.

Khaled el-Masri er Þjóðverji af líbönskum ættum en var handtekinn vegna gruns um að vera eftirlýstur hryðjuverkamaður. Masri segir að í hann hafi verið dælt lyfjum og hann síðan settur um borð í flugvél og flogið með hann til Afganistans. Í ljós hafi síðan komið að CIA tók Masri í misgripum fyrir alnafna hans sem mun hafa tengsl við Osama bin Laden og mun sá Masri enn ganga laus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×