Mikil sorg ríkir nú í Íran eftir að flugvél skall á íbúðarbyggingu í suðurhluta Teheran, höfuðborg landsins, í gær með þeim afleiðingum að 130 manns fórust. Flugvélin var nýtekin á loft þegar bilunar varð vart og ætlaði flugstjórinn að reyna nauðlendingu. Það gekk þó ekki og skall vélin á húsinu með fyrrgreindum afleiðinum.
Í vélinni voru aðallega íranskir fréttamenn í fjölmiðlaferð á vegum hersins. Um níútíu manns slösuðust á jörðu niðri og í byggingunni og eru nú flest sjúkrahús borgarinnar yfirfull. Þjóðarsorg ríkir í Íran en ekki er þó talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða.