Erlent

Felldu níu talibana í Afganistan

Afganskar lögreglusveitir felldu níu talibana í þriggja klukkustunda skotbardaga í suðurhluta landsins í gær. Þá voru sex uppreisnarmenn handteknir. Í nærliggjandi héraði keyrðu vígamenn upp að hópi lögreglumanna og vegfarenda og skutu á þá. Tveir vegfarendur féllu og einn lögregluþjónn. Þá særðust tveir í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×