Erlent

Réðist á ófríska konu

Kona, sem komin er níu mánuði á leið, banaði konu sem réðist á hana vopnuð hníf. Talið er að árásarkonan hafi ætlað að ræna barninu sem ófríska konan gekk með. Árásarkonan, sem hafði logið því að nágrönnum sínum að hún væri ófrísk, blekkti ófrísku konuna til að koma í heimsókn til sín og sagðist hafa fengið pakka til hennar í misgripum. Þegar þangað kom réðist konan á þá ófrísku sem varðist og banaði henni að lokum. Við rannsókn á húsnæði árásarkonunnar kom í ljós að hún hafði innréttað barnaherbergi. Konan sem varðist árásinni verður ekki ákærð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×