Innlent

Sjö sóttu um

Tvær konur og fimm karlar skiluðu inn umsókn um stöðu forstjóra Fjármálaeftirlitsins áður en frestur til þess rann út þann fjórða júlí. Páll Gunnar Pálsson lét nýverið af starfinu sem hann hefur gengt frá stofnun FME árið 1999 en hann er nú forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Umsækjendurnir eru: Ásta Þórarinsdóttir, Hlynur Jónsson, Hörður Sverrisson, Ingunn Þorsteinsdóttir, Jónas Friðrik Jónsson, Rúnar Guðmundsson og Sigurður Árni Kjartansson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×