Innlent

Heildargreiðslur 70 milljarðar

Heildargreiðslur Tryggingastofnunar á árinu 2004 námu um 70 milljörðum króna eða um það bil fjórðungi af áætluðum ríkisútgjöldum. Greiðslur vegna lífeyristrygginga og bóta vegna félagslegrar aðstoðar námu um helmingi fjárhæðarinnar, eða 35 milljörðum. Þetta kemur fram í ársreikningi Tryggingastofnunar sem hefur verið birtur. Greiðslur Tryggingastofnunar vegna almannatrygginga, félagslegrar aðstoðar og sjúklingatrygginga námu samtals 51 milljarði króna á síðasta ári og að viðbættum greiðslum vegna fæðingarolofssjóðs námu greiðslurnar tæpum 58 milljörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×