Erlent

Uppreisn gegn aðbúnaði

Á þriðja hundrað fangar í fangelsi í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, gerðu uppreisn gegn slæmum aðstæðum í fangelsinu og kröfðust þess að fangelsisstjóranum yrði vikið úr starfi. Fangarnir brutu sér leið upp á þak fangelsisins til að leggja áherslu á kröfur sínar. Þeir meiddu enga fangaverði og settust niður að samningaviðræðum við embættismenn og mannréttindafrömuði. Natig Talybov fangelsismálastjóri sagði aðgerðir fanganna og kröfur ólöglegar en lagði áherslu á að finna friðsamlega lausn á deilunni. Hann hét því að beita ekki valdi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×