Erlent

Læknir þykir líklegastur

Ibrahim al-Jaafari, læknir sem vann stærstan hluta starfsævi sinnar í London, þykir líklegastur til að verða næsti forsætisráðherra Íraks. Adel Abdul Mahdi, annar maður sem þótti líklegur til að taka við embætti forsætisráðherra, dró sig í hlé í gær. Báðir eru þeir úr Sameinaða íraska bandalaginu, sem hlaut nær helming atkvæða í kosningum til stjórnlagaþings Íraks og hlaut meirihluta sæta. Ahmad Chalabi, sem var lengi óskakostur bandaríska varnarmálaráðuneytisins en féll síðar í ónáð, er einnig sagður koma til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×