Erlent

Drukkin af munnskoli

Bandarísk kona var dæmd til tveggja ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. Konan viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum og sagði það vegna þess að hún hefði drukkið þrjú glös af munnskoli sem inniheldur áfengi. Áfengismagn munnskolsins sem konan notaði, Listerine, er 26,9 prósent. Lögreglumenn höfðu afskipti af henni eftir að hún keyrði aftan á annan bíl á rauðu ljósi í síðasta mánuði. Áfengismagnið í blóði hennar reyndist þrisvar sinnum meira en leyfilegt er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×