Innlent

Fjörutíu á biðlista Múlalundar

Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. "Við gætum tekið fleiri inn en við erum aðeins með átján stöðugildi frá félagsmálaráðuneytinu," segir Helgi: "Við þyrftum að fá mótframlag frá félagsmálastofnun til að taka fleira fólk inn." Opið hús var hjá Múlalundi í gær. Ólafur Ragnar Grímsson forseti mætti auk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Helgi segir félagsmálaráðherra ætla að skoða málið. Hann segir Vinnumálastofnun höfuðborgarsvæðisins sækjast eftir því að fleiri verði ráðnir af fyrirtækin en Reykjavíkurborg skipti að öðru leyti ekki mikið við fyrirtækið. Hann segir borgarstjóra ætla að skoða hvort hægt sé að breyta því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×