Innlent

Samið um frið

Verkalýðshreyfingin og Impregilo hafa komist að samkomulagi um að koma á fót fastanefnd verkalýðsfélaganna og Impregilo. Nefndin er viðræðuvettvangur um aðstæður við Kárahnjúkavirkjun. Samkvæmt samkomulaginu mun Impregilo hvetja starfsmenn með lögheimili utan virkjunarsvæðisins til lengri samfelldrar vinnu hjá fyrirtækinu. Þeir sem starfa lengur en sex mánuði fá sérstaka launauppbót fyrir hvern unninn dag. Þá verður fullgildum iðnaðarmönnum í rafiðnaði, tréiðnaði og málmiðnaði boðin sérstök launauppbót á unninn tíma til að fá fleiri iðnaðarmenn til starfa. Í kjölfar breytinga á verkáætlun Landsvirkjunar þar sem verkáföngum er hraðað hafa bónussamningar starfsmanna verið endurskoðaðir. Í vor verður endurskoðað hvort sett markmið hafi verið í samræmi við framkvæmdagetu. Aðaltrúnaðarmaður verkalýðsfélaganna hefur farið yfir launauppgjör og yfirfærslur starfsmanna sem koma frá ríkjum utan Evrópu og staðfest að þau séu í fullu samræmi við gildandi samninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×