Innlent

Nefskatturinn skerðir kjör öryrkja

Kjör öryrkja með uppkomin börn á heimili sínu skerðast hugsanlega ef nefskattur verður tekinn upp í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Öryrkjar fá yfirleitt 20 prósenta afslátt af afnotagjöldum og greiða því tæpar 2.200 krónur á mánuði. Sé um einhleypan öryrkja eða hjón er að ræða er nefskatturinn hagstæðari en afnotagjaldið. Séu fleiri en tveir uppkomnir á heimili getur nefskatturinn skert kjörin því að viðkomandi greiðir þá 1.000 krónur á mann. Samkvæmt upplýsingum hjá RÚV er hópur öryrkja svo illa settur að hann fær 100 prósenta afslátt af afnotagjaldi og greiðir því ekki krónu. Ekki er vitað hvernig færi um þennan hóp ef nefskattur yrði tekinn upp. Þó er ljóst að verði nefskattur settur á og þessum hópi ekki veittur neinn afsláttur þá náttúrlega skerðast kjörin sem því nemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×