Innlent

Stígamót rekin með tapi

Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra og er það fyrst og fremst vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Guðrún Jónsdóttir, starfskona Stígamóta, segir þrjár leiðir til að bæta úr þessu tapi. Í fyrsta lagi komi til greina að auka fjármagnið og hafi fulltrúar allra stjórnvalda þegar verið heimsóttir til að fá aukin framlög. Í öðru lagi að skerða þjónustuna sem þyki óhugsandi því að helst þurfi að fjölga starfsfólki um minnst tvo til að náist að sinna öllum verkefnum. Þriðja mögulega lausnin sé að selja þjónustuna. "Það er líka kostur sem okkur hugnast mjög illa. Hingað til höfum við getað haldið í þá hugmyndafræði að samfélagið taki ábyrgð á ofbeldinu með því að greiða fyrir þessa hjálp," segir hún og bætir við að það sé ómetanlegt að njóta stuðnings frá stjórnvöldum, félagasamtökum og fyrirtækjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×