Innlent

Styrkja flóttamenn í Króatíu

Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum. Fjöldi Króatanna flúði til Serbíu og þarf nú aðstoð til að geta snúið aftur heim. Sumir eru þegar komnir til Króatíu en þurfa hjálp við að byggja upp heimili sín. Íslenski og króatíski Rauði krossinn vinna saman að verkefninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×