Innlent

Færri leita til Stígamóta

Færri leituðu til Stígamóta á síðasta ári en undanfarin ár. Nam fækkunin 9,2 prósentum. 429 leituðu hjálpar hjá Stígamótum árið 2004 og voru 228 ný mál þar á meðal. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið 2004. Á sama tíma fækkaði sifjaspellsmálum úr 163 í 149. Í fyrra voru tilkynntar sjö hópnauðganir og stóð fjöldi þeirra í stað frá árinu á undan. 22 voru í sambandi við samtökin vegna vændis. Meira en helmingur þeirra sem leitaði til Stígamóta höfðu ekki leitað hjálpar annars staðar. Vekur athygli að enginn hafði leitað hjálpar hjá skólastarfsfólki. Aðeins sex prósent mála sem komu inn á borð hjá Stígamótum voru kærð eða sautján mál alls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×