Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð 8. mars 2005 00:01 "Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi." Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
"Þegar maður er kominn svona langt í pólitík þýðir ekki að vera að sulla í víni," segir Magnúr Þór Hafsteinsson um ástæður þess að hann fór í meðferð um jólin. "Ég reyndi fyrst að hætta af sjálfsdáðum en þegar ég sá að það gekk ekki leitaði ég til þeirra aðila sem sjá um meðferðir hér á landi. Ég fór inn á Vog og það gekk vel. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun." Erfiður fjandi Magnús segist hafa byrjað að drekka fimmtán ára gamall. "Nú er ég á fimmtugsaldrinum og taldi rétt að afgreiða þetta mál. Dagsformið, vinnuþrekið og allt annað var farið að líða vegna drykkjunnar. Maður verður bráðari til skapsins og hefur minni stjórna á sér. Það fylgir bara þessum fjanda," segir Magnús en margir muna eftir skrifum Magnúsar á internetið þegar hann sagðist vilja: "sprengja Halldór Blöndal til andskotans." Magnús hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið skrifað í ölæði. "Ég hef beðist afsökunar á þessum skrifum og get bara sagt að áfengið hafi verið eitt vandamál sem þurfti að leysa." Átök í flokknum En það er ekki að frumkvæði Magnúsar sem hann ræði um áfengisfíkn sína í fjölmiðlum. Það voru andstæðingar Magnúsar Þórs innan Frjálslynda flokksins sem ákváðu að upplýsa þjóðina um málið á heimasíðu Sigurðar Inga Jónssonar, sem íhugaði að boða sig fram til formanns flokksins: "Það er ekki eins og að við höfum ekki vitað af drykkjuvanda Magnúsar Þórs, sem orðið hefur honum til háðungar og flokknum til skammar, hvort heldur er á spjallþráðum eða í opinberum erindagjörðum. Við vitum hvar hann var vikuna fyrir jól, og hvers vegna það kom til," segir Sigurður á síðunni en hann studdi Gunnar Örlygsson í kosningunum. Betri maður "Mér finnst þetta einfaldlega aumkunarvert hjá Sigurði," segir Magnús Þór. "Ég hef ekki farið leynt með þetta og allir mínir félagar í flokknum og fjölskylda vissu af þessu. Þetta var bara ákveðið vandamál sem ég þurfti að leysa og tugþúsundir Íslendinga hafa lent í því sama. Ef eitthvað er þá hefur þetta gert mig að betri stjórnmálamanni. Ég hef fengið innsýn í þennan alvarlega vanda sem áfengið er í okkar samfélagi."
Innlent Stj.mál Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira