Varúðarráðstafanir á Grundartanga 13. júní 2005 00:01 Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar á Grundartanga í morgun þegar Lagarfoss lagðist þar að bryggju eftir að ammóníakleki varð um borð. Talið er að fjögur hundruð og fimmtíu lítrar af efninu hafi lekið úr tanki í flutningagámi. Það var á ellefta tímanum í morgun sem Lagarfoss lagðist að bryggju á Grundartanga, þangað sem honum var stefnt þar sem vindátt var talin verða hagstæð. Skipið var nokkuð á eftir áætlun og það tók nokkra stund að afferma og koma gámnum með ammóníakstönkunum á bakkanna þannig að vindáttin hafði snúist þegar þar var komið sögu. Megna ammóníakslykt lagði yfir svæðið þar sem vindurinn bar efnið þegar eiturefnakafarar fóru inn í gáminn og þó að ekki væri talin veruleg hætta á ferð þótti rétt að gæta ítrustu varúðar. Kafararnir voru því klæddir í margföld lög varnarklæðnaðar, enda er ammóníakið langt fyrir neðan frostmark á tönkunum. Lyftara var beitt við að mjaka þyngstu tönkunum út úr gámnum en í honum voru þrír ríflega 500 lítra tankar og fimmtíu 60 lítra dunkar. Í upphafi var talið að einn minni dunkanna hefði sprungið eða lekið en svo reyndist ekki vera heldur var það einn af þeim stóru. Höskuldur Einarsson, vettvangsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir alltaf hættu á ferð þegar ammoníak í þetta miklu magni sé annars vegar. Þó hafi hættan ekki verið mikil vegna staðsetningarinnar en hin breytilega vindátt hafi aðeins hrekkt slökkviliðsmennina. Allt gekk þó vel fyrir sig. Ekki er víst hvað olli slysinu en talið er að það tengist frágangi á dunkunum í gámnum þar sem sjór var sléttur á meðan siglingunni stóð. Svo virðist sem öryggislok á einni 500 lítra tunnunni hafi opnast og nuddast utan í krana að sögn Höskuldar. Við það hafi um 400-450 lítrar af ammóníaki lekið út. Engu að síður er talið að skipverjarnir hafi ekki verið í hættu. Skipverjarnir töldu að lekinn hefði hætt en nú er ljóst að hann hefur einungis minnkað. Lagarfoss beið þess ekki að málinu lyki enda lá á að koma honum frá bryggju þar sem þrjú önnur skip biðu þess að leggjast að. Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Miklar varúðarráðstafanir voru gerðar á Grundartanga í morgun þegar Lagarfoss lagðist þar að bryggju eftir að ammóníakleki varð um borð. Talið er að fjögur hundruð og fimmtíu lítrar af efninu hafi lekið úr tanki í flutningagámi. Það var á ellefta tímanum í morgun sem Lagarfoss lagðist að bryggju á Grundartanga, þangað sem honum var stefnt þar sem vindátt var talin verða hagstæð. Skipið var nokkuð á eftir áætlun og það tók nokkra stund að afferma og koma gámnum með ammóníakstönkunum á bakkanna þannig að vindáttin hafði snúist þegar þar var komið sögu. Megna ammóníakslykt lagði yfir svæðið þar sem vindurinn bar efnið þegar eiturefnakafarar fóru inn í gáminn og þó að ekki væri talin veruleg hætta á ferð þótti rétt að gæta ítrustu varúðar. Kafararnir voru því klæddir í margföld lög varnarklæðnaðar, enda er ammóníakið langt fyrir neðan frostmark á tönkunum. Lyftara var beitt við að mjaka þyngstu tönkunum út úr gámnum en í honum voru þrír ríflega 500 lítra tankar og fimmtíu 60 lítra dunkar. Í upphafi var talið að einn minni dunkanna hefði sprungið eða lekið en svo reyndist ekki vera heldur var það einn af þeim stóru. Höskuldur Einarsson, vettvangsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir alltaf hættu á ferð þegar ammoníak í þetta miklu magni sé annars vegar. Þó hafi hættan ekki verið mikil vegna staðsetningarinnar en hin breytilega vindátt hafi aðeins hrekkt slökkviliðsmennina. Allt gekk þó vel fyrir sig. Ekki er víst hvað olli slysinu en talið er að það tengist frágangi á dunkunum í gámnum þar sem sjór var sléttur á meðan siglingunni stóð. Svo virðist sem öryggislok á einni 500 lítra tunnunni hafi opnast og nuddast utan í krana að sögn Höskuldar. Við það hafi um 400-450 lítrar af ammóníaki lekið út. Engu að síður er talið að skipverjarnir hafi ekki verið í hættu. Skipverjarnir töldu að lekinn hefði hætt en nú er ljóst að hann hefur einungis minnkað. Lagarfoss beið þess ekki að málinu lyki enda lá á að koma honum frá bryggju þar sem þrjú önnur skip biðu þess að leggjast að.
Fréttir Innlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði