Skýlir sér á bak við embættismenn 13. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. Ríkisendurskoðandi kynnir fjárlaganefnd Alþingis úrskurð sinn um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagðist ætla að kynna nefndinni niðurstöðu sína þegar hún lægi fyrir. Líklegt er að það verði gert á fundi nefndarinnar klukkan ellefu á morgun. Halldór Ásgrímsson ætlar að svara spurningum fréttamanna þegar niðurstaðan liggur fyrir. Stjórnarandstaðan telur hins vegar að ráðherrann sé að skýla sér bak við embættismenn. Málið snúist fyrst og fremst um hina pólitísku ábyrgð. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Halldór verði að gefa þjóðinni skýringar á því sem fram er komið. Eins og málið líti út núna hefðu margir þurft að segja af sér víðast hvar í Vestur-Evrópu við þessar aðstæður. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir viðbrögð forsætisráðherra að öllum líkindum velta á því hversu alvarlegt honum þyki sjálfum að málið sé. Hann hafi kosið að bíða eftir úrskurði Ríkisendurskoðunar og það sé hans réttur. Gunnar telur að ef Halldór hefði talið að úrskurðurinn verði honum óhagstæður í einhverjum verulegum atriðum, þá hefði hann haldið að skynsamlegt væri að gera strax hreint fyrir sínum dyrum og spila málið út frá því. „En ég veit auðvitað ekki hvernig hann hugsar það mál,“ segir Gunnar. Aðspurður um hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um málið segir Gunnar hana auðvitað bæra til þess út frá sínum forsendum, s.s. hinu lagalega samhengi, en ekki hvað varðar pólitíska ábyrgð. Sú ábyrgð sé þó matskennd að nokkru leyti. „Í hinu íslenska stjórnkerfi er í raun og veru mjög erfitt að koma fram pólitískri ábyrgð á hendur ráðherrum því þeir byggja á meirihluta þingsins þannig að ef þeir hafa ekki beinlínis brotið lög eða framið eitthvað sem mjög erfitt eða óhugsandi er að verja, þá hafa þeir í langsamlega flestum tilvikum geta setið af sér gagnrýni,“ segir Gunnar. Hann býst því við að málið falli niður ef Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi verið í fullum rétti. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir lögmanni S-hópsins að mistök endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og Touche hafi orðið til þess að eignarhaldsfélagið Hesteyri var sagt vera í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en helmings eignarhlutar fjölskyldufyrirtæksis Halldórs Ásgrímssonar var ekki getið í bréfi til einkavæðinganefndar. Hesteyri var stærsti hluthafinn í Keri sem var í S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Kristinn segir að bréfið hafi verið skrifað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum og hafi því ekki haft neina þýðingu í þessu sambandi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir forsætisráðherra skýla sér á bak við embættismenn og víkja sér undan pólitískri ábyrgð. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að málið sé að líkindum fallið um sjálft sig komist Ríkisendurskoðun að því að ráðherrann hafi verið hæfur til að koma að einkavæðingu bankanna. Ríkisendurskoðandi kynnir fjárlaganefnd Alþingis úrskurð sinn um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu ríkisbankanna. Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi sagðist ætla að kynna nefndinni niðurstöðu sína þegar hún lægi fyrir. Líklegt er að það verði gert á fundi nefndarinnar klukkan ellefu á morgun. Halldór Ásgrímsson ætlar að svara spurningum fréttamanna þegar niðurstaðan liggur fyrir. Stjórnarandstaðan telur hins vegar að ráðherrann sé að skýla sér bak við embættismenn. Málið snúist fyrst og fremst um hina pólitísku ábyrgð. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir að Halldór verði að gefa þjóðinni skýringar á því sem fram er komið. Eins og málið líti út núna hefðu margir þurft að segja af sér víðast hvar í Vestur-Evrópu við þessar aðstæður. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir viðbrögð forsætisráðherra að öllum líkindum velta á því hversu alvarlegt honum þyki sjálfum að málið sé. Hann hafi kosið að bíða eftir úrskurði Ríkisendurskoðunar og það sé hans réttur. Gunnar telur að ef Halldór hefði talið að úrskurðurinn verði honum óhagstæður í einhverjum verulegum atriðum, þá hefði hann haldið að skynsamlegt væri að gera strax hreint fyrir sínum dyrum og spila málið út frá því. „En ég veit auðvitað ekki hvernig hann hugsar það mál,“ segir Gunnar. Aðspurður um hæfi Ríkisendurskoðunar til að fjalla um málið segir Gunnar hana auðvitað bæra til þess út frá sínum forsendum, s.s. hinu lagalega samhengi, en ekki hvað varðar pólitíska ábyrgð. Sú ábyrgð sé þó matskennd að nokkru leyti. „Í hinu íslenska stjórnkerfi er í raun og veru mjög erfitt að koma fram pólitískri ábyrgð á hendur ráðherrum því þeir byggja á meirihluta þingsins þannig að ef þeir hafa ekki beinlínis brotið lög eða framið eitthvað sem mjög erfitt eða óhugsandi er að verja, þá hafa þeir í langsamlega flestum tilvikum geta setið af sér gagnrýni,“ segir Gunnar. Hann býst því við að málið falli niður ef Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra hafi verið í fullum rétti. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir lögmanni S-hópsins að mistök endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og Touche hafi orðið til þess að eignarhaldsfélagið Hesteyri var sagt vera í eigu Kaupfélags Skagfirðinga en helmings eignarhlutar fjölskyldufyrirtæksis Halldórs Ásgrímssonar var ekki getið í bréfi til einkavæðinganefndar. Hesteyri var stærsti hluthafinn í Keri sem var í S-hópnum sem keypti Búnaðarbankann. Kristinn segir að bréfið hafi verið skrifað vegna áhuga S-hópsins á Landsbankanum og hafi því ekki haft neina þýðingu í þessu sambandi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira