Gríðarlega svekkjandi 20. maí 2005 00:01 Íslenski hópurinn sem tók þátt í forkeppni Evróvisjón-söngvakeppninnar í Kænugarði í Úkraínu í gær er gríðarlega svekktur með að hafa ekki komist í aðalkeppnina sem verður annað kvöld. „Við trúðum vart eigin augum og eyrum,“ segir fararstjóri hópsins. Þátttöku Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva í ár er lokið. Íslenska lagið, „If I Had Your Love“ sem Selma Björnsdóttir söng, hlaut ekki náð fyrir augum áhorfenda þegar forkeppnin fór fram í Kænugarði í gærkvöldi. Tíu lög komust áfram úr forkeppninni í aðalkeppnina, sem verður annað kvöld, en íslenska lagið varð ekki eitt af þeim. Tæknibilun olli því að fimm eða sex lög voru með brenglað hljóð í útsendingu til nokkurra Evrópulanda, þar á meðal norska lagið, en þrátt fyrir bilunina komst það í aðalkeppnina. Ekki náðist í Selmu fyrir hádegisfréttir þar sem hún var enn sofandi og að jafna sig eftir gærkvöldið. Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir að frammistaða hennar og annarra í hópnum hafi verið góð eins og við hafi verið að búast. Hann segir hópinn vart hafa trúað eigin augum og eyrum en þó hafa verið búinn að undirbúa sig fyrir að svona færi. Það sem sérfræðingar spái fyrir keppnina sé nefnilega ekki endilega í samræmi við það sem almenningur kýs. „En því verður ekki neitað að við erum svekkt yfir þessu og hefðum gjarnan viljað halda áfram,“ segir Jónatan. Hann segir að þrátt fyrir vonbrigðin hafi hópurinn þó tekið úrslitunum vel en flestir hafi þó viljað fara frá Kænugarði til Kaupmannahafnar í dag. Hið árlega Evróvisjón-partý Páls Óskars verður haldið á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll annað kvöld. Páll Óskar segir að stemningin verði örugglega góð þrátt fyrir úrslit gærkvöldsins og að hann, og eflaust fleiri, hefðu hlakkað meira til að sjá Icy-hópinn frekar en að sjá sjálfa Evróvisjón-keppnina. Icy-hópurinn kemur fram á Nasa í fyrsta skipti í 19 ár eða frá því árið 1986 þegar þau Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson sungu „Gleðibankann“ þegar Ísland var með í Evróvisjón í fyrsta skipti. Innlent Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Íslenski hópurinn sem tók þátt í forkeppni Evróvisjón-söngvakeppninnar í Kænugarði í Úkraínu í gær er gríðarlega svekktur með að hafa ekki komist í aðalkeppnina sem verður annað kvöld. „Við trúðum vart eigin augum og eyrum,“ segir fararstjóri hópsins. Þátttöku Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva í ár er lokið. Íslenska lagið, „If I Had Your Love“ sem Selma Björnsdóttir söng, hlaut ekki náð fyrir augum áhorfenda þegar forkeppnin fór fram í Kænugarði í gærkvöldi. Tíu lög komust áfram úr forkeppninni í aðalkeppnina, sem verður annað kvöld, en íslenska lagið varð ekki eitt af þeim. Tæknibilun olli því að fimm eða sex lög voru með brenglað hljóð í útsendingu til nokkurra Evrópulanda, þar á meðal norska lagið, en þrátt fyrir bilunina komst það í aðalkeppnina. Ekki náðist í Selmu fyrir hádegisfréttir þar sem hún var enn sofandi og að jafna sig eftir gærkvöldið. Jónatan Garðarsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir að frammistaða hennar og annarra í hópnum hafi verið góð eins og við hafi verið að búast. Hann segir hópinn vart hafa trúað eigin augum og eyrum en þó hafa verið búinn að undirbúa sig fyrir að svona færi. Það sem sérfræðingar spái fyrir keppnina sé nefnilega ekki endilega í samræmi við það sem almenningur kýs. „En því verður ekki neitað að við erum svekkt yfir þessu og hefðum gjarnan viljað halda áfram,“ segir Jónatan. Hann segir að þrátt fyrir vonbrigðin hafi hópurinn þó tekið úrslitunum vel en flestir hafi þó viljað fara frá Kænugarði til Kaupmannahafnar í dag. Hið árlega Evróvisjón-partý Páls Óskars verður haldið á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll annað kvöld. Páll Óskar segir að stemningin verði örugglega góð þrátt fyrir úrslit gærkvöldsins og að hann, og eflaust fleiri, hefðu hlakkað meira til að sjá Icy-hópinn frekar en að sjá sjálfa Evróvisjón-keppnina. Icy-hópurinn kemur fram á Nasa í fyrsta skipti í 19 ár eða frá því árið 1986 þegar þau Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson sungu „Gleðibankann“ þegar Ísland var með í Evróvisjón í fyrsta skipti.
Innlent Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira