Lestur Blaðsins dregst saman um tuttugu prósent 25. nóvember 2005 05:30 "Við erum núna að skoða möguleikann á því að fara með öll tölublöðin í morgundreifingu," segir Karl Garðarsson, ritstjóri Blaðsins. Samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup á lestri dagblaðanna blasir við að meðallestur Blaðsins er kominn talsvert niður fyrir mældan lestur þegar Blaðið var nýtt á markaði eða úr 35 prósenta meðallestri landsmanna undir fimmtugu og niður í 29 prósenta lestur hjá sama hópi. Í millitíðinni náði Blaðið 37 prósenta lestri og fellur því um átta prósentustig frá því í síðustu könnun, eða um rúm tuttugu prósent. "Fyrsta lestrarkönnunin var gerð þegar Blaðið hafði verið á markaði í um þrjár vikur. Það var ákveðin spenna þá eins og oft er þegar eitthvað er nýtt," segir Karl. Karl bendir á áberandi mikinn lestur á laugardagsútgáfu Blaðsins og telur að skýringin sé að laugardagsblaðinu er dreift á morgnana. "Laugardagsblað Morgunblaðsins hefur 48 prósenta lestur á höfuðborgarsvæðinu og Blaðið nær þar 46 prósentum þannig að þar munar ekki miklu," segir Karl. Hann er ekki fús til þess að upplýsa nánar um hvernig hann hyggst koma blaðinu öllu í svokallaða morgundreifingu en ljóst má telja að erfitt gæti reynst að nýta þjónustu Íslandspósts til þeirra verka. "Þetta er hlutur sem við erum ennþá að skoða og höfum verið að fara yfir á undanförnum mánuðum," segir Karl. Blaðinu er dreift ókeypis í um 80 þúsund eintökum. Til samanburðar við þessa útkomu Blaðsins má benda á að þegar Fréttablaðið hafði verið í dreifingu í svipaðan tíma í október 2001, mældist meðallestur þess vera 54 prósent. Í sömu könnun mælist lestur Fréttablaðsins vera 71 prósent meðal allra landsmanna og hefur þar dvínað um eitt prósentustig frá könnun sem gerð var á svipuðum tíma í fyrra. Heildarlestur Morgunblaðsins dregst saman um þrjú prósentustig á sama tímabili og situr nú í 51 prósenti þegar litið er til allra aldurshópa. Innlent Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
"Við erum núna að skoða möguleikann á því að fara með öll tölublöðin í morgundreifingu," segir Karl Garðarsson, ritstjóri Blaðsins. Samkvæmt nýrri könnun IMG Gallup á lestri dagblaðanna blasir við að meðallestur Blaðsins er kominn talsvert niður fyrir mældan lestur þegar Blaðið var nýtt á markaði eða úr 35 prósenta meðallestri landsmanna undir fimmtugu og niður í 29 prósenta lestur hjá sama hópi. Í millitíðinni náði Blaðið 37 prósenta lestri og fellur því um átta prósentustig frá því í síðustu könnun, eða um rúm tuttugu prósent. "Fyrsta lestrarkönnunin var gerð þegar Blaðið hafði verið á markaði í um þrjár vikur. Það var ákveðin spenna þá eins og oft er þegar eitthvað er nýtt," segir Karl. Karl bendir á áberandi mikinn lestur á laugardagsútgáfu Blaðsins og telur að skýringin sé að laugardagsblaðinu er dreift á morgnana. "Laugardagsblað Morgunblaðsins hefur 48 prósenta lestur á höfuðborgarsvæðinu og Blaðið nær þar 46 prósentum þannig að þar munar ekki miklu," segir Karl. Hann er ekki fús til þess að upplýsa nánar um hvernig hann hyggst koma blaðinu öllu í svokallaða morgundreifingu en ljóst má telja að erfitt gæti reynst að nýta þjónustu Íslandspósts til þeirra verka. "Þetta er hlutur sem við erum ennþá að skoða og höfum verið að fara yfir á undanförnum mánuðum," segir Karl. Blaðinu er dreift ókeypis í um 80 þúsund eintökum. Til samanburðar við þessa útkomu Blaðsins má benda á að þegar Fréttablaðið hafði verið í dreifingu í svipaðan tíma í október 2001, mældist meðallestur þess vera 54 prósent. Í sömu könnun mælist lestur Fréttablaðsins vera 71 prósent meðal allra landsmanna og hefur þar dvínað um eitt prósentustig frá könnun sem gerð var á svipuðum tíma í fyrra. Heildarlestur Morgunblaðsins dregst saman um þrjú prósentustig á sama tímabili og situr nú í 51 prósenti þegar litið er til allra aldurshópa.
Innlent Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu