Innlent

Fékk ekki mótframboð

Jónas Garðarson
Jónas Garðarson

Ekkert mótfram­boð kom á móti Jónasi Garðarssyni, formanni Sjómannafélags Reyk­ja­víkur, og verður hann því sjálf­kjör­inn formaður félagsins áfram. Framboðsfrestur rann út síðasta mánudag.

Jónas hefur ásamt eiginkonu sinni réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn lögreglu á sjóslysinu sem varð í september á Viðeyjarsundi þar sem tvennt lést. Rannsókn málsins er ekki lokið.

Aðalfundur Sjómannafélagsins verður haldinn milli jóla og nýárs, þegar togarar eru í landi. "Ekkert þýðir annað en að halda fundinn þegar flestir komast," segir Birgir H. Björgvinsson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×