Innlent

Stéttarfélög ráða ekki ferðinni

"Stéttarfélög eins og Efling hafa aðeins umsagnarrétt en taka ekki ákvörðun um hvort við getum út atvinnuleyfi," segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Efling-stéttarfélag sendi í gær frá sér tilkynningu um að það hefði margsinnis hafnað atvinnuleyfum félagsins, sem hefur ráðið Pólverjana til starfa, en Vinnumálastofnun ekki tekið tillit til þess. Efling hefði ítrekað við Vinnumálastofnun að umsagnir félagsins yrðu virtar. Gissur segir að tekið sé tillit til þeirra aðstæðna sem umsækjendur tína til og ákvörðun um útgefin atvinnuleyfi geti gengið þvert á jákvæðar eða neikvæðar umsagnir stéttarfélaga og ráðist af hverju tilfelli fyrir sig. "Hvað þetta tiltekna fyrirtæki varðar þá þarf auðvitað að skoða þau gögn sem lögð hafa verið fram og hvort sótt hafi verið um leyfi á röngum forsendum. Ef svo er ekki þá þarf að taka ákvörðunina upp að nýju og endurskoða hana," segir Gissur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×