Innlent

Töfðust í borginni

Alþjóðlegar mótmælabúðir við Kárahnjúka risu ekki í gær eins og fyrirhugað var. Birgitta Jónsdóttir, einn talsmanna mótmælenda, segir að hópurinn hafi tafist í Reykjavík. "Þriggja manna hópur kemur austur um hádegisbil í dag og setur upp tjöld. Á næstu dögum mun innlendum og erlendum mótmælendum fjölga," segir Birgitta. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir að búið sé að fjölga aðvörunarskiltum á virkjunarsvæðinu og setja upp öryggishlið til að takmarka umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×