Lenging Akureyrarflugvallar 21. júní 2005 00:01 Lenging Akureyrarflugvallar um 460 metra er forsenda þess að hægt sé að hefja arðvænlegt millilandaflug til og frá Akureyri, segir Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri. Í Samgönguáætlun 2005 til 2008 er ekki gert ráð fyrir lengingu Akureyrarflugvallar heldur einungis að gerð verði könnun á þörf fyrir lengingu flugbrautarinnar ásamt fyrstu kostnaðaráætlun. "Lengingin kostar 300 til 350 milljónir króna, svipað og tíu til fimmtán kílómetra langur vegaspotti," segir Njáll Trausti. Á fjölmennum kynningarfundi á Hótel KEA á Akureyri í gær kynnti Njáll Trausti niðurstöður verkefnis sem hann hafði umsjón með, fyrir hönd Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til áfangastaða í Evrópu. Að hans mati er Akureyrarflugvöllur vannýttur og nauðsynlegt að lengja hann til að skapa forsendur fyrir aukinni nýtingu. "Akureyrarflugvöllur fullnægir öllum helstu kröfum flugrekstraraðila öðrum en flugbrautarlengd. Með því að lengja völlinn í 2.400 metra munu fleiri tegundir flugvéla geta notað hann og um leið yrði völlurinn hentugri fyrir lággjaldaflugfélög," segir Njáll Trausti. Kaupfélag Eyfirðinga kostaði rannsóknarverkefnið og segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, að félagið sé tilbúið að leggja fram umtalsverða fjármuni svo hægt verði að ráðast í lengingu flugbrautarinnar sem fyrst. "Við stefnum á að ræða við samgönguyfirvöld og þá fyrst kemur í ljós hvort hægt er að flýta framkvæmdum og hversu mikla fjármuni KEA er tilbúið að leggja í verkefnið," segir Andri. Grænlandsflug hélt uppi beinu flugi tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á árinu 2003 og segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, að 6.640 manns hafi nýtt sér þjónustuna: "Flugið var ákveðið með stuttum fyrirvara og nýtingin var slök til að byrja með en óx jafnt og þétt og var komin í um 70 prósent þegar Grænlandsflug ákvað snögglega að hætta fluginu." Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Lenging Akureyrarflugvallar um 460 metra er forsenda þess að hægt sé að hefja arðvænlegt millilandaflug til og frá Akureyri, segir Njáll Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og flugumferðarstjóri. Í Samgönguáætlun 2005 til 2008 er ekki gert ráð fyrir lengingu Akureyrarflugvallar heldur einungis að gerð verði könnun á þörf fyrir lengingu flugbrautarinnar ásamt fyrstu kostnaðaráætlun. "Lengingin kostar 300 til 350 milljónir króna, svipað og tíu til fimmtán kílómetra langur vegaspotti," segir Njáll Trausti. Á fjölmennum kynningarfundi á Hótel KEA á Akureyri í gær kynnti Njáll Trausti niðurstöður verkefnis sem hann hafði umsjón með, fyrir hönd Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri, um millilandaflug frá Norður- og Austurlandi til áfangastaða í Evrópu. Að hans mati er Akureyrarflugvöllur vannýttur og nauðsynlegt að lengja hann til að skapa forsendur fyrir aukinni nýtingu. "Akureyrarflugvöllur fullnægir öllum helstu kröfum flugrekstraraðila öðrum en flugbrautarlengd. Með því að lengja völlinn í 2.400 metra munu fleiri tegundir flugvéla geta notað hann og um leið yrði völlurinn hentugri fyrir lággjaldaflugfélög," segir Njáll Trausti. Kaupfélag Eyfirðinga kostaði rannsóknarverkefnið og segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA, að félagið sé tilbúið að leggja fram umtalsverða fjármuni svo hægt verði að ráðast í lengingu flugbrautarinnar sem fyrst. "Við stefnum á að ræða við samgönguyfirvöld og þá fyrst kemur í ljós hvort hægt er að flýta framkvæmdum og hversu mikla fjármuni KEA er tilbúið að leggja í verkefnið," segir Andri. Grænlandsflug hélt uppi beinu flugi tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar á árinu 2003 og segir Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, að 6.640 manns hafi nýtt sér þjónustuna: "Flugið var ákveðið með stuttum fyrirvara og nýtingin var slök til að byrja með en óx jafnt og þétt og var komin í um 70 prósent þegar Grænlandsflug ákvað snögglega að hætta fluginu."
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði